Fiskeldisblaðið

Fróðleikur

Fiskeldi mikilvægt gegn loftslagsvanda og hungursneyð

Búist er við að íbúafjöldi heimsins aukist um tvo milljarða næstu 30 ár.  Það þýðir að íbúar jarðar verði í kringum 10 milljarða árið 2050.  Risavaxið vandamál blasir við sem fellst í því að auka sjálfbæra matvælaframleiðslu til að koma í veg fyrir hungursneið komandi kynslóða.  Matvælaframleiðsla hefur nú þegar mjög neikvæð og afdrifarík áhrif á loftslagið m.a. vegna mikillar kolefnislosunar landbúnaðar. Kolefnisspor framleiðslu nautakjöts er til að mynda alvarlegra umhverfisvandamál en flestir gera sér grein fyrir.

„Þegar þáverandi formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom til Íslands og var spurður að því, hvað er mikilvægasta aðgerðin sem við getum sem mannkyn gert til þess að forða loftslagsbreytingum. Svarið var einfalt: Hætta að borða nautakjöt,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti. „Ég hef þess vegna hugað að fæði mínu þannig að það er orðið loftslagsvænna en það var áður.“

Íslenski laxinn hefur nú þegar vakið athygli erlendis vegna einstakra gæða.

Fiskveiðar hafa víða haft skaðlega áhrif á vistkerfi hafsins þar sem hafa átt sér stað stjórnlausar ofveiðar. Að minnsta kosti þrír milljarða manna um allan heim kjósa að borða fisk sem aðalfæðu.  Þessi hópur stækkar hratt og eftirspurnin er nú þegar meiri en hægt er að afla með villtum afurðum hafsins án þess að skaða vistkerfi þess. Alþjóðleg skýrsla TOWARDS A BLUE REVOLUTION með náttúruvernd að leiðarljósi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð áhersla á að byggja upp sjálfbæra fiskveiðistjórnun líkt og gert hefur verið hér á landi og mikilvægi þess að auka fiskeldi bæði á landi og sjó.  Höfundar skýrslunnar telja mikil tækifæri í fiskeldi fyrir fjárfesta. Fiskur er einstaklega næringaríkur, kolefnissporið og áhrif á umhverfið lítil þar sem vel er að málum staðið hvort sem um er að ræða veiðar eða fiskeldi.

Í skýrslunni LEIÐIN AÐ BLÁU BYLTINGUNNNI eða „TOWARDS A BLUE REVOLUTION“ hvetja skýrsluhöfundar fjárfestingafélög til að leggja sitt að mörkum til náttúrverndar með fjárfestingum í aukinni uppbyggingu í fiskeldi í sinni fjölbreyttustu mynd.

Þrjár leiðir eru lagðar til forsendu þess að skapa farsælan sjálfbæran fiskeldisiðnað:         A) Ræktun smærri fiska í landeldi. B) Ræktun stórfiska eins og laxfiska í sjókvíeldi. C) Auka ræktun á skelfiski og þangi.

Sjókvíar í Arnarfirði

„Eitt af mikilvægustu hlutverkum stofnunar eins og okkar er að leita lausna til að fæða um eða yfir 9 milljarða íbúa jarðar fyrir árið 2050 á sjálfbæran hátt,“ segir Robert Jones, alheimsforseti „The Nature Conservansy´s aquaculture program“.

Alþjóðlegur sjávarútvegur skapar nú þegar 243,5 milljarða dollara. Vöxturinn er nokkuð stöðugur í kringum 6% á ári. „Samkvæmt útreikningum okkar mun þurfa 150-300 milljarða dollara í fjárfestingum og fjármagni til að mæta eftirspurn eftir sjávarafurðum fyrir árið 2030,“ segir Jones. „Þarna skapast gríðarleg tækifæri fyrir fjárfesta og mikilvægur áfangi í náttúruvernd, ef okkur tekst að beina fjármagninu að sjálfbærum framleiðslu tækifærum í umhverfisvænu fiskeldi.“

Landeldi á fiski með tæknilegum hringrásarkerfum RAS (Recirculating Aquaculture Systems) á fiskum í tönkum er að orðið að veruleika. „Í grundvallaratriðum er verið að rækta fisk í tönkum á landi með háþróaðri síunartækni til að hreinsa úrgang úr endurunnu vatni eldisins,“ segir Jones.   Lokuð kerfi tryggja ekki að fiskur sleppi í nálægðar ár eða vötn. Markmiðið er að færa eldið nær mörkuðum þar sem það er hægt til að draga úr flutningskostnaði. Það er sérstaklega mikilvægt í Bandaríkjunum, þar sem 90% af núverandi sjávarfangi er innflutt. Bandaríkin er t.d. stærsti markaðurinn fyrir rækju sem er er öll innflutt.

Seiðaeldisstöð Arctic Fish í Tálknafirði er umhverfisvæn og ein sú fullkomnasta í heimi.

Jones segir ekki farsælt að eldi í sjó sé of nálægt landi t.d. í lokuðum kerfum í grunnum sjó þar sem straumur er lítill.  Þannig skapast mun meiri hætta á sjúkdómum og mengun frá frárennsli slíkra stöðva sem hefur neikvæð áhrif hafsvæði næst landi.  Það hefur nú þegar sýnt sig að  farsælasta er að rækta fisk þar sem miklir hafstraumar fara í gegnum sjókvíarnar. „Nýjustu rannsóknir sýna að vatnsgæði hafsins þar sem sjókvíar eru 90 metra frá landi sýna enga mælanlega mengun sjávar við strandir þar sem eldi á sér stað,“ segir Jones.

Fiskeldi í hringrásarkerfum RAS (Recirculating Aquaculture Systems) og sjókvíeldi skapar innan við 1% af öllu fiskeldi í heiminum. Mikill árangur hefur náðst í þróun RAS og sjókvía. Fjárfesting í búnaði hefur lækkað töluvert. RAS hefur gefið góðan árangur í seiðaræktun í landeldi.  Þróunin er sú að laxaseiðin eru stærri þegar þau eru færð úr tönkum á landi í sjókvíar.  Þar með styttist tíminn til muna sem laxinn er alinn í sjónum. Líkur á sleppingum stærri fiska úr sjókvíum er minni auk þess sem laxlús vinnst takmarkaður til að skaða fiskinn þar sem hennar verður vart. Kostnaður við uppsetningu RAS stöðva er mun minni nú en áður.  Nú þegar hefur Arctic fish á Vestfjörðum tekið í notkun hátækni RAS stöð til seiðaeldis í Tálknafirði.

Jones kallar skelfisk og þang „ofurhetjur“ sjávar. „Þessar lífverur þjóna mikilvægu umhverfislegu hlutverki. Ostrur eyða köfnunarefni úr vatnaleiðum þar sem þær halda til. Þörungar gera það sama með köfnunarefni og koltvísýringi og skapa þannig búsvæði fyrir fleiri tegundir til að lifnaðar.“ Vísindamenn rannsaka hvernig töfrar náttúrunnar geta nýst mannkyninu með samabærilegum aðferðum.

Felst þá matvælaframleiðsla framtíðarinnar í fiskeldi? „Það er vísindalega sannað að þar sem vel er að eldinu staðið losar það 10% gróðurhúsalofttegunda í samanburði við ræktun nautakjöts og 50% minna fóður þarf til að rækta hvert kíló af laxi en til að rækta sama magn af nautakjöti,“ segir Jones.