Fiskeldisblaðið

Fréttir Fróðleikur Myndbönd

Landlæknir mælir með næringaríkum laxi

Landlæknir ráðleggur um mataræði. Feitur fiskur eins lax er auðugur að D-vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum en þessi næringarefni eru líkamanum mjög mikilvæg ekki síst yfir vetrartímann.

„Ráðlagt er að borða fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku sem aðalrétt. Algengur skammtur af fiski er um 150 g. Æskilegt er að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur, t.d. lax, bleikja, lúða eða makríll.“

„Regluleg neysla á feitum fiski t.d. laxi getur dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Bæði feitur fiskur og magur hefur jákvæð áhrif á heilsuna en næringarinnihaldið er ólíkt og þess vegna skiptir máli að borða hvort tveggja“.

Bækling Landlæknis „Ráðleggingar um mataræði“ má nálgast hér:https://www.landlaeknir.is/…/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20…

Hér er frábært myndband sem sýnir hversu einfalt er að elda lax með fjölbreyttum aðferðum…