Fiskeldisblaðið

Fréttir

Verð á eldislaxi hækkar hratt

Heimsmarkaðsverð á eldislaxi hefur hækkað hratt frá því fyrir síðustu helgi. Nemur hækkunin 12,5% og er verðið komið í 62,6 nkr á kíló eða tæpar 860 kr. eins og sjá má á markaðsvefnum fishpool.eu.

Rétt fyrir síðustu mánaðarmót fór verðið í fyrsta sinn undir 50 nkr. á kíló og hefur því hækkað um 25% frá þeim tíma. Stóraukið framboð af eldislaxi á markaðinum í sumar olli því að heimsmarkaðsverðið tók dýfu. Sem dæmi má nefna að Norðmenn fluttu út yfir 100.000 tonnum af eldislaxi í ágúst sem er met hvað þann mánuð varðar.