Sjókvíeldi betra en landeldi

0
6176
Regin er forstjóri Bakkafrost í Færeyjum.

Töluverður áróður á sér stað gegn sjókvíeldi og vilja „umhverfisverndarsamtök“ meina að laxeldi á landi sé umhverfisvænna en nútíma sjókvíeldi.  Staðreyndin er hinsvegar sú að sjókvíeldi er einhver umhverfisvænasta ræktun á próteini til manneldis sem fyrirfinnst og hefur matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hvatt þjóðir heimsins til að auka ræktun á sjó þar sem tækifærin eru.

Frændum okkar í Færeyjum hefur tekist að umbylta lífskjörum þjóðarinnar með farsælu sjóvkíeldi sem hefur skapað útflutningstekjur sem hafa sannarlega bætt lífsgæði færeyinga. Vaxandi eftirspurn er eftir dýrmætum Atlantshafslaxi úr sjálfbæri ræktun sem er næringaríkasta náttúrlega máltíð sem fáanleg er.

Regin Jacobsen forstjóri Bakkafrost í Færeyjum blæs á áróður gegn sjókvíeldi og hugmyndum „umhverfisverndarsamtaka“ um laxeldi á landi. Gríðarlega raforku þarf til að ræktunar á landi, verðmætt ferskvatn og landrými sem er takmarkað til framtíðar. “ Það kostar okkur 700 milljónir danskra króna (11,6 milljarða isk) að rækta 30.000 rúmmetra á landi. Í sjókvíeldi kostar samsvarandi ræktun okkur 3 milljónir danskra króna, (50 milljónir isk)“ segir Regin en bendir á sama tíma á þá þróun sem á sér stað í laxeldi sem gengur út á að lágmarka ræktunartíma í sjó með því að setja út stærri seiði til skemmri tíma.

„Við höfum tækifæri til að þróa jafnvægi á milli landeldis og sjókvíeldis sem mun auka tekjurnar og fækka áhættuþáttum laxeldisins,“ segir Regin.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here