Sjávarútvegsráðherra mætti ekki við opnun 10.000 fermetra fiskeldisstöðvar Arctic Fish

0
138

Vestfirska fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish opnaði í október byltingarkennda seiðaeldisstöð í Tálknafirði. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu í fiskeldi hér á landi en þetta er ein fullkomnasta seiðaeldisstöð í heimi. Byggingarnar, sem eru samanlagt yfir 10 þúsund fermetrar að stærð, eru þær stærstu sem risið hafa á Vestfjörðum.  Fjárfesting Arctic Fish á Vestfjörðum jafngildir ígildi 8 togara, til að setja fjárfestinguna í áþreifanlegt samhengi. Hér má sjá forsíður vestfirska fréttamiðilsins BB.

Mynd: Skjáskot af forsíðu vestfirska fréttamiðilsins BB.is í dag.

Ný bygging Arctic Fish er stærstu hús á Vestfjörðum og ein fullkomnasta seiðaeldisstöð í heimi

Sjávarútvegsráðherra var ekki viðstaddur opnun verksmiðjunnar fyrir vestan í október, hvorki hann né aðrir ráðherrar eða alþingismenn.  Fjöldi góðra gesta komu allstaðar að til að fagna þessum tímamótum á Tálknafirði enda óhætt að fullyrða að nýja seiðaeldisstöðin  sé tímanna tákn sem veiti Vestfirðingum bjartsýni í hjarta og er áþreifanleg staðfesting þess að laxeldið er upphafið að upprisu Vestfjarða eftir að megnið af kvótanum var seldur í burtu þrátt fyrir loforð um annað.  Óvissa hefur ríkt um atvinnuástand á svæðinu í áraraðir. Fólk hefur neyðst til að flytja burt af svæðinu og þess verið beðið að sérstæða þeirra tækifæra sem svæðið bíður upp á verði nýtt til atvinnusköpunar. 

Árið 2019 markar tímamót á Vestfjörðum um betri lífsgæði á svæðinu og bjartari framtíð.

Fiskeldið blómstrar þrátt fyrir að opinberar stofnanir hafi gert ómannúðlegar tilraunir til að skaða uppbygginguna. Tvö glæsileg laxeldisfyrirtæki hafa verið byggð upp á Vestfjörðum þrátt fyrir mikinn mótbyr m.a. opinbera stofnanna og seint verður sagt að stjórnmálamenn hafi beitt sér í þessu þjóðþrifamáli sem varðar lífsafkomu fjölda fljölskyldna bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Skattspor laxeldis á Vestfjörðum má áætla að verði um 1000 milljónir árið 2019 og hefur eðli málsins samkvæmt bætt lífsgæði og afkomu fjölskyldna á Vestfjörðum.

Laxeldi í sjókvíum á Íslandi tvöfaldaðist á milli ára. Enginn eldislax veiddist í íslenskum laxveiðiám á sama tíma og laxeldið er ekki að hafa áhrif á villta laxastofna og mun líklega aldrei gera það. Ný norsk skýrsla staðfestir að ekkert bendi til þess að sjókvíeldi hafi haft áhrif á villta laxastofna síðaðstliðin ár þó eldið hafi tífaldast.

Stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir skulda Vestfirðingum að beita sér með áhuga og afli í uppbyggingu greinarinnar og greiða fyrir úthlutun leyfa til sjókvíeldis t.d. í Ísafjarðardjúpi. Ekki veitir að þeim útflutningstekjum sem góðar aðstæður í Djúpinu eins og víða á Austfjörðum geta skapað landi og þjóð.  Það hefur nú sannarlega verið staðfest að gríðarleg tækifæri eru í ræktun á laxi í sjó á Íslandi og aðstæður með þeim bestu í heimi.

Mikil tækifæri eru til ræktunar á verðmætum laxi bæði á Vestfjörðum og á ákveðnum svæðum á Austfjörðum þar sem aðstæður til laxeldis eru með þeim bestu í heimi. Kaldur sjórinn hér gerir ferlið viðkvæmara, lengir vaxtartíma fisksins sem á endanum skilar ferskum hágæða afurðum með ríka sérstöðu á markaðnum.

Stærsta laxeldisfyrirtækið á Íslandi, Arnarlax á Bíldudal var í gær skráð í norsku Kauphöllina.  Hluthafar félagsins er ánægðir með afkomutölur félagsins fyrstu 9 mánuði ársins en 2019 er þriðja heila árið sem félagið hefur tekjur af starfsemi sinni og afkoman jákvæð. Ræktunarferli laxfiska tekur langan tíma þar til verðmætar afurðir skila sér á markað. Ferlið frá eggi til vöru er langt og viðkvæmt eins og neðangreind mynd Arctic Fish lýsir í grófum dráttum.

Mynd frá Arctic Fish sem lýsir í grófum dráttum löngu og viðkvæmu ferli ræktunarferli laxfiska.

freyr@fiskeldisbladid.is

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here