Fiskeldisblaðið

Fréttir

Ný skýrsla staðfestir lítinn fjölda strokufiska í norskum ám

Vöktunaráætlun norsku Fiskstofunnar sýnir að fjöld strokufiska úr sjókvíeldi í norskum ám hefur náð ákveðnum stöðugleika, eftir stöðuga fækkun eldisfiska í norskum ám á síðustu árum.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar sem annast eftirlit með ám í Noregi og birt var fimmtudaginn 2. júní 2020.  Samkvæmt nýjustu gögnum hefur staðan lítið breyst á milli ára en fjórða hver laxveiðiá er enn takmörkuð eða rétt yfir takmörkum þegar kemur að fjölda strokufiska í ánnum og unnið er að aðgerðaráætlunum til að lækka þetta hlutfall enn frekar.

Árið 2014 setti norska Fiskistofan í gang vöktunaráætlun með strokufiskum úr sjókvíum sem gengið hefur upp í norskar ár og er það Hafrannsóknarstofnun sér um framkvæmd vöktunar og eftirlits. Fjöldi áa sem nú eru undir eftirliti hefur fjölgað úr 140 árið 2014 í 200 árið 2019.  Í 90% af þeim 200 ám sem eru í vöktun er fjöldi strokulaxa undir takmörkum eða takmörkuð.

Eftirlit með ám árið 2019

Almennt hefur þróun á landsvísu verið jákvæð en 145 af þeim 200 ám sem eru í vöktun er fjöldi eldislaxi lítill.  Flestar árnar þar sem fjöldi eldisfiska er yfir meðallagi er í Vestur-Noregi þar sem ár liggja þétt hvor að annarri

Samkvæmt nýjust niðurstöðum rannsókna vöktunargagna eru um 55 laxveiðár (af 200) þar sem fjöldi eldisfiska er í meðallagi eða yfir meðallagi. Markvisst eru unnið að því markmiði að fækka strokufiskum í ám og nýjar tölur staðfesta góðan árangur verkefnisins.  Fram kemur í skýrslunni mikilvægi þess fyrir Fiskistofa að hafa nákvæma yfirsýn yfir fjölda strokufiska í norskum ám til að geta brugðist við með viðeigandi aðgerðum þar sem þess er þörf. Að auki veitir vöktunaráætlunin aðgengi að mikilvægum gögnum til að meta áhrif fyrirbyggjandi ráðstafanna sem gerðar hafa verið.

Mat og þróun eftirlitsaðferða

Stöðug þróun hefur átt sér stað á eftirlitsaðferðum og mati á aðferðum í þeim tilgangi að nákvæmni rannsóknanna gefi raunhæfa mynd af raunverulegri stöðu og þróun sem miðar að því að fækka strokufiskum í norskum ám en árangur verkefnisins og aðgerðir þess hafa reynst árangurríkar frá því þær hófust fyrir 5 árum.

Gögn sem fást með vöktunaráætlun leggur grunn að vinnslu reglugerða, gæðastaðla og aðgerða. Samtök sjávarútvegsins hafa það hlutverk að skipuleggja aðgerðir þar sem þess er þörf samkvæmt fyrirmælum Fiskistofu.  Til að tryggja gæði matsins er notast við fjölda aðferða við aðgerðir m.a. er kafað í árnar þar sem strokulax gæti leynst.  Í sumum tilvikum hafa gildrur verið notaðar til að fá nákvæmt mat á ástandi ánna.

Niðurstöður 2019

145 ám (73%) var mjög takmarkaður fjölda eldislaxa (innan við 4%).

35 ám (18%) var fjöldi eldislaxa takmarkaðu (4-10%).

20 ám (10%) var fjöldi eldislaxa talinn yfir takmörkum (meira en 10%).

Niðurstöður 2018

153 ám (75%) voru taldar vera með lítinn fjölda eldislaxa (innan við 4%).

33 ám (16%) var fjöldi eldislaxa takmarkað (4-10%).

19 ár (9%) var fjöldi eldislaxa talinn of mikill (meira en 10%).

Norðmenn eru heimsmeistarar í ræktun á laxi og silungi í sjókvíum. Eins og sjá má á kortinu eru sjókvíeldi þétt við strendur Vestur Noregs ólíkt því litla eldi sem á sér stað á Íslandi þar sem 80% strandlínu landsins er lokuð fyrir sjókvíeldi sem einungis er leyft í fáeinum fjörðum fjarri laxveiðiám.

Ráðstafanir

Gerðar eru nokkrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að eldislax í ám hafi áhrif á villta stofna. Eftir að tilkynnt er um strokufisk úr sjókvíum getur Fiskistofa sett af stað ferli sem miðar að því að að framkvæma eftirlit og gera ráðstafanir til að ná fiskum í net og koma í veg fyrir að fiskurinn fari í nærliggjandi ár. Ef um óþekkt strok er að ræða eða annarskonar neyðarástand hefur Fiskistofa gert samninga við atvinnumenn sem hægt er að kalla út með stuttum fyrirvara og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að strokufiskur fari upp í árnar.

Hvert einasta tilvik þar sem eldislax strýkur úr kvíum er einstakt og verður að takast á við það sérstaklega sem slíkt. Skipulagning vöktunar og endurheimtum fiska sem sleppa úr eldi krefst þess að Fiskistofa taki tillit til nokkurra þátta eins og tíma árs, fjölda fiska og ekki síst stærð fiska sem stokið hefur. Þessir þættir verða einnig metnir út frá nærliggjandi ám sem geta verið í hættu, og varnir þeirra.

Staðreyndir um vöktunaráætlun

Vöktunaráætlun vegna strokufiska úr sjókvíum var skipulögð og sett á fót árið 2014 af Fiskistofu að beiðni Iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins um aukið eftirlit og skipulagðar aðgerðir í kjölfar slysa á sjókvíum þar sem fiskur strauk.  Áætlunin er í höndum Hafrannsóknarstofnunar sem annast eftirlitið og er það unnið í samvinnu Náttúrufræðistofnun , Dýralæknastofnunin og líffræðilega ráðgjafarnefnd AS. Sjálfstæðar rannsóknarstofnannir koma að verkefninu; Ferskvannsbiologlo AS, Scandinavian Nature Monitoring AS og Natural Services í Nord AS.

Árnar sem fylgst er með eru valdar út frá fjöldbreyttum forsendum. Gögnum er m.a. safnað útfrá frá upplýsingum um stangveiði í sumar, haustveiðum, hrygninga á haustin ofl. Fleiri en ein aðferð var notuð við rannsókn á hverri á. Öllum gögnum sem safnað hefur verið fer í gegnum ákveðið áræðanleika kerfi sem lýst er í skýrslunni, þar sem einnig er fjallað um ýmsar óvissu þætti.