Fiskeldisblaðið

Fréttir

Nýjasta úthafskví Norðmanna loks komin frá Kína

Eftir tveggja mánaða siglingu frá Kína, kom flutningaskipið BOKA Vanguard inn í Hadselfjörð í Noregi með risa úthafskví á laugardagsmorgun „Nú hefst vinna við að leysa kvínna frá flutningaskipinu og koma henni fyrir á endanlegum stað,“ segir Trond Haakstad frá Seasystems AS sér um vinnu við losun, drátt og að festa sjókvínna á endanlegri staðsetningu í hafinu samkvæmt fréttatilkynningu frá Nordlaks eiganda úthafskvíarinnar.

„Við hlökkum til að hefjast handa við verkið, en samtals mun það taka rúma viku frá því að  kvíinn verður leyst frá flutningaskipinu, dregin og fest á endanlegum stað í Ytre Hadseløya undan ströndum Norður Noregs“, segir Haakstad.

Myndbandið sýnir áhöfnina mæta til starfa.
Nefnd eftir fyrrum stjórnarformanni Nordlaks

Kvíin hefur nú verið nefnd „Jostein Albert“ til heiðurs Jostein Albert Refsnes sem var lengst af starfandi stjórnarformaðu Nordlaks AS eiganda kvíarinnar. Nordlaks AS er fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í Stokmarknesi í Vesterålen. Félagið eru í eigu Inge Berg og fjölskyldu. Starfsemi fyrirtækjasamsteypu Nordlaks er allt frá fiskeldi, til sölu og markaðssetningar á afurðum úr ræktun félagsins á laxi og regnbogasilungi.

Á kortinu má sjá endanlega staðsetningu þangað sem kvíin verður dregin.

Úthafskvíin Jostein Albert er 385 m löng og vegur 33.000 tonn og í henni verður hægt að rækta tvær milljónir laxa í einu.  Reiknað er með að undibúningsvinna klárist fyrir haustið og fyrstu löxunum komið fyrir í kvínni í september. Á næstunni verður unnið að því að losa „Jostein Albert“ frá flutningsskipinu og komið fyrir á endanlegum stað fyrir utan Ytre Hadseløya, samkvæmt fréttatilkynningu frá Nordlaks.  „Eftir að „Jostein Albert“ er leystur frá flutningaskipinu  á öruggan og traustan hátt verður kvíin dregin frá Lekang á endanlega staðsetningu fyrir utan Ytre Hadseløya.

Ellefu 22 tonna akkeri tryggja staðsetningu ferlíkisins

„Það mun taka einn dag að draga „Jostein Albert“ á sinn endanlega stað og verða fjórir dráttarbátar notaðir til verksins. Hlutverk þeirra verður svo að halda kvínni á sínum stað á meðan hún er tryggilega fest, “,útskýrir Haakstad.  Það felst meðal annars í því að fylla kjölfestutanka til að sökkva þeim hluta kvíarinnar sem verður undir yfirborði sjávar. Sumarið 2019 voru fest niður akkeri og tilheyrandi keðjur á staðnum – alls 11 akkeri, sem hvert vega 22 tonn. Þetta mun tryggja að Jostein Albert mun ekki hreyfast úr stað.  Sjávarstrengur hefur verið lagður að staðsetningu kvíarinnar sem mun sjá Jostein Albert fyrir rafmagni í framtíðinni.

Mikil umsvif verða í kringum staðsetningu kvíarinnar. „Við aðgerðina verða sjö skip notuð og tryggt hefur verið önnur skip og smábátar að haldi sig í 500 metra fjarlægð frá skipum sem koma að verkefninu og svæðinu sjálfu“, segir Bjarne Johansen, verkefnisstjóri í Nordlaks.

Gríðarlegt mannvirki þar sem hægt verður að rækta 2 milljónir laxa.

Jostein Albert er önnur úthafskvíin sem tekin er í notkun en nú er liðin tæplega 3 ár frá því að Ocean Farm 1 kom til Norsku eyjarinnar Froya sem er móðurbær laxeldisfyrirtækisins Salmar sem er eiganda Ocean Farm 1. Segja má að hönnun þessara tveggja úthafskvía séu mjög ólíkar enda um frumkvöðla starfsemi að ræða þar sem búast má við mikilli framþróun næsta áratuginn og margar ólíkar hugmyndir á teikniborðinu um framtíðartækni fiskeldis í úthafskvíum.

Fyrsta úhafskvíin OceanFarm 1 er í eigu Salmar.