Fiskeldisblaðið

Fréttir

Laxeldið blómstrar á Austfjörðum

Ljósmyndir: Þór Jónssonn

„Enn einn stór og mikill gleðidagur hér á Djúpavogi í gær,“ skrifar Jóna Kristín Sigurðardóttir Facebooksíðu sína en hún er gæðamatsmaður laxaslátrunar hjá Búlandstindi á Djúpavogi sem er í eigu Fiskeldis Austfjarða hf og Laxa ehf.  Fiskeldi Austfjarða hf. (ICE FISH FARM) fékk á dögunum afhentan splunkunýjan þjónustubát sem ber nafnið Sigríður og er kærkomin viðbót við öflugan fiskeldisflota, Fiskeldis Austfjarða hf.  Jóna Kristín óskar bæði eigendum og starfsfólki Fiskeldis Austfjarða hf. hjartanlega til hamingju með glæsilegt nýtt skip, en fyrir eru þjónustubátarnir Bessí og Gísla en þörfin fyrir öfluga þjónustubáta er mikilvæg fyrir vaxandi laxeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði sem hefur verið afar farsælt og ljóst að á Austfjörðum eru kjöraðstæður til ræktunar á laxi í sjókvíum.

Mynd: Þór Jónsson
Sigríður nýr þjónustubátur Fiskeldis Austfjarða við bryggju á Djúpavogi.
Afurðir í hæsta gæðaflokki

Laxinn dafnar vel í kvíunum á Austfjörðum og mikil vaxtar tækifæri til framtíðar til framtíðar til enn meiri verðmætasköpunar við kjöraðstæður til sjókvíeldis í íslenskum fjörðum og flóum. Afurðirnar eru lax í hæsta gæðaflokki sem nú þegar hafa vakið athygli og eftirspurn erlendra veitingastaða og verslanna sem gera miklar kröfur þegar kemur að gæði matvæla og umhverfisvæna ræktun í hreinni náttúru.

Austfirski laxinn hefur komið Djúpavogi á heimskortið

Jóna Kristín er afar stolt af yfir velgengni laxeldisins og ávaxtanna sem laxeldið „hér í firðinum mínum Berufirðinum og Fáskrúðsfirði“ sem allt samfélagið nýtur nú góðs að.  „Ég hvet alla velunnendur Djúpavogs og einnig þau sem vilja sjá landsbyggðina stækka og eflast enn frekar til að fylgjast vel með næstu vikur og mánuði því hér eru margir stórir og frábærir hlutir að gerast og þökk sé Búlandstindur ehf., Fiskeldi Austfjarða hf. og Laxar fiskeldi þá er Djúpivogur aftur í örum vexti og sannarlega kominn á heimskortið og er foréttindi að fá að upplifa allt það góða og jákvæða sem er að gerast hér í dag,“ segir Jóna Kristín stolt af góðum árangri austfirska sjókvíeldisins. 

Jóna Kristín er hér um borð í nýja þjónustubátnum Sigríði en hún er stolt af góðum árangri laxeldis Fiskeldis Ausfjarða og Laxa á Austfjörðum og bjarsýn á framtíðina.
Úr atvinnuleysi í alvöru atvinnutækifæri

„Ég hef starfað við laxeldið hér á Djúpavogi síðan það byrjaði hér fyrst upp úr árinu 2000 og fékk strax mikla ástríðu fyrir minni vinnu í því og öllu sem tengist laxeldinu því ég hef upplifað á eigin skinni að sjá alvöru atvinnutækifæri verða að veruleika bæði hér fyrir austan og vestan og fara úr atvinnuleysi í öfluga,trausta og skemmtilega atvinnu,“ segir Jóna Kristín sem er ævinlega þakklát þeim Gunnari Steini Gunnarsson, Berit Solvang, Einari Erni Gunnarssyni og Kristjáni Ingimarssyni fyrir að hafa „smitað hana“ af mikilli ástríðu fyrir laxeldinu og kennt henni að gæðameta afurðir eldisins.

Laxeldið er nú þegar orðin lífæð samfélagsins

„Ég er afar þakklát Laxar fiskeldi, Fiskeldi Austfjarða hf. og Búlandstind ehf. fyrir að treysta mér fyrir því starfi sem ég gegni í dag og þann góða stuðning og hvatningu sem ég hef fengið frá þeim, það er mér dýrmætara en orð fá lýst. Ég er afar stolt af mínum heimbæ og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að búa hér og eldast því hér er svo sannarlega gott að vera,“ segir Jóna Kristín sem mann tímana tvenna og segir laxeldið sannarlega vera komið til að vera og nú þegar orðin lífæð samfélagsins.