Fiskeldisblaðið

Fréttir

Öll leyfi til laxeldis endurnýjuð þrátt fyrir báráttu andstæðinga

Mynd af heimasíðu Cooke seafood.

Kelly Cove laxeldið í Nova Scotia sem er í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Cooke seafood í Kanada hefur loksins fengið samþykki fyrir endurnýjun á fiskeldisleyfi sínu og leigu á Liverpoolflóa héraðsins.  Fyrirtækið sótti í fyrra um endurnýjun til 10 ára á leyfi sínu og til 20 ára á leigu fyrir Coffin Island fiskeldisstöð sína í héraðinu.

Sjávarútvegs- og fiskeldisdeild Nova Scotia (NSDFA) samþykkti endurnýjunina í kjölfar frammistöðuúttektar sem byggðist á tæknilegu og líffræðilegu mati á svæðinu og athugasemdum sem bárust þeim á tímabilinu.

Í opinberu athugasemdarferli komu fram áhyggjur andstæðinga fiskeldis af því hvernig staðsetning laxeldisins hefði áhrif á staðbundna humarstofna og veiðar á honum sem stofnunin hefur nú til rannsóknar.  Andstæðingum laxeldisins tókst ekki að sína fram á eða sanna með nokkrum hætti að sjókvíeldið hefði nokkur neikvæð áhrif á ferðamenn á svæðinu. Andstæðingar fiskeldis minntu einnig á fiskidauða sem átti sér stað í fyrra þegar félagið missti 10.000 fiska vegna ofurkælingar í óvenju miklum sjávarkulda í mars á síðasta ári.

Í svari Sjávarútvegs- og fiskeldisdeildarinnar kemur fram að Cooke hafi unnið vel úr þeim aðstæðum sem upp komu vegna laxadauðans í fyrra. Faglega hafi verið staðið að aðgerðum á þann hátt sem samræmdist reglugerðum.  Miklar vonir eru bundnar við að ný vöktunartækni muni í framtíðinni hjálpa til við að koma í veg fyrir slys vegna óvenju mikils sjávarkulda.

Fyrr á þessu ári samþykkti NSDFA endurnýjun tveggja annarra laxeldisstöðva Kelly Cove sem er með starfsemi við Hartz Point í Shelburne og Brier Island í St. Mary’s Bay, Digby County í héraðinu.

„Meira en 12 mismunandi eftirlitsstofnanir á vegum héraðsins og sambandsríkisins hafa eftirlit með rekstri okkar og við fylgjumst með rammaáætlun Nova Scotia umhverfisvöktunaráætlunar,“ sagði talsmaður Cooke, Joel Richardson, eftir að ákvörðunin um nýju leyfin lágu fyrir.  „Að viðhalda hreinu umhverfi er nauðsynlegt til laxeldis og strandsvæðið umhverfis Liverpoolflóa er eins óspillt í dag og það var þegar laxeldið þar hófst fyrst árið 2000.“

Leyfið hefur nú verið endurnýjað til 10 ára eða til ársins 2030 og leigusamningurinn endurnýjaður til 20 ára eða til ársins 2040.  Sú niðurstaða er í fullu samræmi við umsókn fyrirtækisins.