Nýtt áhættumat Hafró gerir ráð fyrir 20% aukningu

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við uppfært áhættumat að það verði hækkað í samræmi við nýjar rannsóknir sem byggjast m.a á reynslu síðustu ára á eldi á laxi í sjókvíum hér við land. Aukningin miðað við nýtt áhættumat er 20% og í nýju mati er miðaða við hámarkslífmassa. Ný ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar heimilar m.a. 12 þúsund tonna lífmassa í Ísafjarðardjúpi. Ef notuð eru 400 gramma seiði má auka hámarkslífmassa í 14.000 tonn.

Tafla sem sýnir nýtt áhættumat Hafró.

Í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði er lagt til að hámarkslífmassi verði 12.000 og 16.000. Með notkun 400 gramma seiða má auka hámarkslífmassa í 14.000 og 18.000 tonn.  Framleiðsla er nú reiknuð sem 80% af hámarks- lífmassa en var áður lögð að jöfnu. 71 þús tonn jafngilda því 88,75 þús tonna lífmassa. Lagt er til að eldi verði ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi.

Hér má sjá slóð á kynningu Hafró.