Lax er sérstaklega góður fyrir börn og þungaðar konur

Lax er vinsæll matfiskur og einstaklega hollur vegna m.a. vegna þess að hann inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum. Hægt er að matreiða hann með fjölbreyttum aðferðum: soðinn, steiktur og grillaður, reyktur eða grafinn. Einnig er hann mjög vinsæll í sashimi og sushi.

Lax er einhver hollasta fæða sem völ er á og vinsældir hans hafa aukist mikið.  Sérstaklega hjá stækkandi hópi fólks sem eru meðvitað um heilsusamlegt líferni og mikilvægi næringaríkrar fæðu. Omega-3 fitsýrurnar dragar úr líkum á hjartasjúkdómum en auk þeirra inniheldur laxinu fjölda annarra mikilvægra næringaefni t.d. selenium sem er mikilvægt gegn beinþynningu og er talið geta dregið úr líkum á krabbameini, astaxanthin sem meðal annars lækkar kólesteról og styrkir taugakerfið, heilan og er húðinni mikilvægt.

Neysla á laxi getur hjálpað til við að losna við aukakílóin þar sem hann eykur jákvætt flæði insolíns og getur minnkað fitusöfnun á magasvæði. Feitur fiskur hjálpar líkamanum að vinna gegn hverslags bólgum. Bólgur eru upphafið af mörgum alvarlegum sjúkdómum sem þróast í líkamanum og veikja ónæmiskerfið.

Regluleg neysla á laxi veitir mikilvæg næringaefni gegn kvíða og þunglyndi. Styrkir heilann og minnkar líkur á aldurstengdu minnisvandamálum. Laxinn má matreiða með fjölbreyttum aðferðum án þess að tapamikilvægum næringaefnum hans. Megnið af laxi á markaði er ræktaður fiskur og útilokað er að hægt væri að mæta vinsældum laxins nema með ræktun.

Það eru úreld vísindi að þungaðar konur eigi ekki að borða eldislax.  Árið 2014 birti Norska vísindanefndin um matvælaöryggi (VKM) heildarskýrslu sem staðfesti að engir, þ.m.t. vanfærar konur, verði fyrir skaðlegum áhrifum að því að borða eldislax. Feitur fiskur hefur jákvæð áhrif á þróun fóstra og heilbrigði barna.

Í dag borða þungaðar konur almennt ekki nægan fisk til að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrur. Feitur fiskur eins og lax hefur jákvæð áhrif á þróun miðtaugakerfisins í fóstrum og ungabörnum. Því er þunguðum konum og konum með barn á brjósti ráðlagt að borða meiri fisk. Norska vísindanefndin (VKM) komst að þeirri niðurstöðu að ávinningurinn af því að borða lax sé svo mikill að hann vegi mun þyngra en óveruleg áhætta sem stafar af aðskotaefnum í laxi en mun minna er af slíkum efnum í eldislaxi en villtum.