Norskir bankar hafa efasemdir um laxeldi á landi

„Við verðum að hafa mun betri yfirsýn yfir heildaráhættuna áður en við tökum þátt í að fjármagna fullbúna landeldisstöðvar,“ segir Rune Søvdsnes, framkvæmdastjóri fiskeldis hjá SR-banka í Noregi.

Margar hugmyndir eru á teikniborðinu um landeldi í Noregi en norskar fjármálastofnanir hafa efasemdir um rekstrarlegar forsendur og hefur m.a. DNB bankinn sem er stærsti lánveitandi fiskeldisfyrirtækja í Noregi lýst því yfir að hanni muni ekki taka þátt í fjármögnun landeldisstöðva.  Kostnaður við ræktun á laxi í landi er um 43% hærri en kostnaður við ræktun í sjókvíum auk þess sem fjárfestingin við uppbyggingu á landi er tífalt hærri á landi en í sjó.

Norski frumkvöðullinn Geir Nordahl-Pedersen segist hugleiða byggingu þriggja landeldisstöðva þar sem hann áætlar að rækta 100.000 tonn af laxi. En frumkvöðullinn hefur ekki viljað gefa upp hvernig hann hyggst fjármagna ævintýrið.  Fleiri aðilar eru að hugleiða landeldi í Noregi þrátt fyrir miklar efasemdir um rekstrarlegar forsendur slíkra stöðva. Í suðausturhluta Noregs hefur verið veitt leyfi fyrir landeldi í Fredrikstad. Í Vestur-Noregi í Møre og Romsdal hefur Salmon Evolution verið veitt leyfi fyrir landeldi sem gæti orðið það stærsta í Evrópu verði það að veruleika.  Allt eru þetta þú verkefni á hugmyndastigi sem enn á eftir að fjármagna.

Framtíðar hugmyndir um landeldi breyta því hinsvegar ekki að sjókvíeldið mun halda áfram að vaxa og er langt frá því að vera á leiðinni upp á land enda margfalt hagkvæmara og töluvert umhverfisvænna en landeldi.  Takist mönnum að fjármagna landeldisstöðvar bætast þær í raun við verða hrein viðbót við sjókvíeldið. Norsku bankarnir hafa hinsvegar miklar efasemdir um rekstrarlegar forsendur landeldis. DNB bankinn hefur áður sagt að hann muni ekki koma að fjármögnun landeldisstöðva.

Áhættan er mikilvæg og óleyst

Yfirmaður fiskeldis hjá SpareBank 1, Rune Søvdsnes, segir að þeir fjármagni nú sjókvíeldi en telja að það sé ótímabært að fjármagna landeldi.   „Við fylgjumst með þróuninni, en bankinn fjármagnar seiðaeldisstöðvar á landi,“  Hann telur ótímabært fyrir bankann að koma að landeldi og áhættuna einfaldlega vera of mikla. „Líffræðileg áhætta er mikil og margir aðrir óvissuþættir,“ segir Søvdsnes.

Krefst verulegs eiginfjár og mikillar hæfni frá framkvæmdaraðilanum

Vegard Helland, framkvæmdastjóri varaformaður fyrirtækisins Sparebank 1 SMN, segir að þeir, eins og Sparebank 1 SR-Bank, taki þátt í verkefnum við fjármögnun landeldis á seiðum.

„Við höfum ekki komið að verkefnum tengdum landeldi og stefnum ekki að því að taka þátt í fjármögnun slíkra verkefna.  Það þyrfti að koma til mjög mikið eigið fé frá framkvæmdaraðila og umfram allt þyrfti rekstraraðili að sína fram á mikla hæfni og þekkingu á slíku fiskeldi,“ segir Helland.

Hann telur að áhættan við uppbyggingu landeldis sé mjög mikil, bæði líffræðileg áhættu auk þekkingu á tækninni sem þarf til landræktunnar. Helland bættir við að að lægsti framleiðslukostnaðurinn sé í sjókvíeldi og hefur efasemdir um að landeldi í Noregi muni borga sig.  „Ef ræktun í landeldi er raunhæfur kostur þá mun slík uppbygging eiga sér stað nær markaðnum. Við sem banki höfum við tekið þátt í fiskeldi frá upphafi og haft góða yfirsýn og þekkingu á því sem hefur virkað,“ segir Vegard Hellend að lokum.

Hér má lesa grein Guðbergs Rúnarssonar verkfræðings um landeldi.