Fiskeldisblaðið

Fréttir

2018 var metár í sölu norskra sjávarafurða

Útflutningstekjur norskra sjávarafurða voru 99 milljarða norskra króna (1356 milljarða íslenskra króna) árið 2018 og hafa þær aldrei verið meiri samkvæmt vefmiðlinum fiskeribladet.no. Norskur sjávarútvegur framleiddi 25.700 máltíðir á mínútu árið 2018. Eldislaxinn skapar 68,5% af heildar útflutningstekjum sjávarútvegs norðmanna.

Útflutningstekjur sjávaraútvegsins var aðeins einum milljarði norskra króna frá því að ná því að vera 100 milljörðum NOK króna. Aukningin var 2,7 milljónir tonna eða 4% og verðmæta aukning um 5% sem skapaði 4,6 milljarða NOK (63 milljarða ISK) auknar tekjur á milli ára. Þetta samsvarar 37 milljón máltíðum sjávarafurða á hverjum degi allt árið.

Hlutfallið milli fiskeldis og veiða hefur lítið breyst frá árinu 2017. Fiskeldið skapaði 72% af tekjum greinarinnar en magnið var 40,5% af heildarútflutningi sjávarútvegs árið 2018. Þrátt fyrir að að ekki hafi tekist að brjóta 100 milljarða múrinn, þá var árið 2018 metár þegar kemur að útflutningstekjum sjávarafurða, þrátt fyrir brexit, viðskiptastríð og aðrar áskoranir sem hafa skapað ófyrirséðar aðstæður á heimsmarkaði. Útflutningstekjur norðmanna til ESB-þjóða hefur aukist þar sem samkeppni hefur minnkað auk hagstæðrar gjaldeyrisstöðu norsku krónunnar gagnvart evru. Hinsvegar má sjá lækkun útflutnings til Asíu, vegna aukinnar samkeppni og áframhaldandi krefjandi markaðsaðgang til Kína.

Helstu tölur ársins 2018:

Noregur flutti út 1,1 milljón tonna lax fyrir 67,8 milljarða NOK króna árið 2018. Verðmæti laxafurða jókst um 3,2 milljarða króna eða 5% frá 2017.

Noregur flutti út 46.400 tonn af silungi fyrir 3 milljarða NOK króna árið 2018. Verðmæti silungsafurða jókst um 127 milljónir evra eða 5% frá 2017.

Noregur flutti út 197.000 tonn af þorski fyrir 9,4 milljarða NOK króna árið 2018. Það er lækkun um 9% en verðmæti jókst um 322 milljónir NOK eða 4% frá 2017.

Árið 2018 var útflutningur allra tegunda hvítfisks var mæld sérstaklega. Verðmæti þorskútflutnings jókst um fjórðung vegna hærra verðs en magn minnkaði á milli ára. ESB er mikilvægasti hvítfiskamarkaðurinn með 64 prósent af heildar útflutningsverðmætum norskra sjávarafurða.

Ofur vöxtur

Undanfarin 10 ár hafa verðmæti útflutningstekna norskra sjávarafurða aukist um 122%.  Árið 2018 var eins og áður segir metár útflutningsverðmætum: laxins, þorsks, seiða og konungskrabba. Norskar sjávarafurðir eru að mestu sendar til ríkja innan ESB til vinnslu t.d. Póllands, Danmerkur eða Hollands áður en þær fara á markað.

Noregur flutti út 255.000 tonnum af makríl að verðmæti 3,8 milljarða NOÞK króna árið 2018. Það er jafngildir 24% meira magni frá fyrra ári en verðmæti afurða lækkaði um 300 milljónir NOK króna eða 7% frá 2017.  Útflutningur á síld var 292.000 tonnum af síldi fyrir 2,6 milljarða NOK króna árið 2018. Magnið var sambærilegt fyrra ári en verðmæti lækkaði um 173 milljónir NOK króna eða 6 prósent frá 2017.

Útflutningur á seiðum nam 106.000 tonnum fyrir 2,1 milljarða NOK króna árið 2018. Það er um 27% meira magn frá fyrra ári og verðmæti aflans hækkaði um 106 milljónir króna eða 12% frá 2017. Útflutningur á ýsu var 62.000 tonn sem skapaði 1,7 milljarða NOK króna í útflutningstekjur árið 2018. Magnið minnkaði um 18% en verðmæti afurða sambærilegt og árið 2017. Útflutningur á rækju var 10.700 tonn sem skapaði 831 milljónir NOK króna í útflutningstekjur árið 2018. Magnið jókst um 17% en verðmæti afurða hækkaði um 134 milljónir NOK króna eða 19 prósent frá 2017. Útflutningur á kóngakrabba var 2000 tonn af kóngkrabba fyrir 579 milljónir NOK króna árið 2018. Magnið var um 8% meira en verðmæti um 74 milljónir króna eða 15% hærra en 2017.

Sjávarútvegsráðherra Harald Tom Nesvik er mjög ánægður með árangurinn útflutningsupplýsingar fyrir árið 2018. „Við höfum alla ástæðu til að vera stolt af þessum góða árangri. Þetta eru góðar og mikilvægar fréttir fyrir norska hagkerfið. Sjávarútvegurinn stuðlar að verðmætasköpun og störfum víða um land“, segir Harald.

Útflutningur norskra sjávarafurða til ESB ríkja var 1,7 milljónir tonna að verðmæti 66 milljarða NOK króna árið 2018. Aukningin á milli ára er um 8% en verðmæt aukning um 5,1 milljarða NOK króna eða 8% samanborið við 2017. Útflutningi til Asíu minnkaði hinsvegar á milli ára. Útflutningur til Asíu var 478.000 tonn að verðmæti 17,7 milljarða NOK króna árið 2018. Magnið var 12% minna og verðmæti lækkaði um 1 milljarð króna eða 5% frá 2017. Lítill vöxtur var í Austur-Evrópu þanngað sem norðmenn fluttu út 172.000 tonn fyrir 3,6 milljarða NOK króna til árið 2018. Magnið minnkaði um 5% en verðmæti jókst um 85 milljónir NOK króna eða 2% frá 2017.