Fiskeldisblaðið

Fréttir

„Þetta er svona sam­bland af jarðarfar­ar­stemn­ingu og gíf­ur­leg­um bar­áttu­hug í fólki,“ segir Eva Dögg líffræðingur í seiðaeldisstöð Arctic Fish í Tálknafirði

„Maður vakn­ar bara á morgn­anna og reyn­ir að mæta í vinn­una. Reyn­ir að trúa því að þetta geti ekki endað svona. Það yrði rosa­legt,“ seg­ir Eva Dögg Jó­hann­es­dótt­ir líf­fræðing­ur hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish í viðtali við mbl.is, en hún starfar við seiðaeld­is­stöð fyr­ir­tæk­is­ins í botni Tálkna­fjaðar.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði í síðustu viku frá kröfu lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna Fjarðalax ehf. (dótt­ur­fé­lags Arn­ar­lax) og Arctic Sea Farm hf. (dóttu­fé­lags Arctic Fish) um að fresta réttaráhrif­um fyrri úr­sk­urða nefnd­ar­inn­ar um að fella úr gildi starfs­leyfi og rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækj­anna í Tálknafirði og á Pat­reks­firði. Komst úr­sk­urðar­nefnd­in að þeirri niður­stöðu að hún hefði ekki heim­ild til að fresta réttaráhrif­um eig­in úr­sk­urða. Leyf­in voru felld úr gildi vegna tækni­legra ann­marka á út­gáfu leyf­anna.

Eva Dögg vill varla hugsa það til enda verði þetta lok­aniðurstaðan, en hún býr á Tálknafirði ásamt fjöl­skyldu sinni og þau eru ný­bú­in að fjár­festa í húsi í þorp­inu.

„Hvað verður þá um okk­ur? Eig­um við að reyna að kom­ast í burtu, reyna að selja hús­in okk­ar sem við erum ný­bú­in að kaupa? Við erum stór hóp­ur af ungu fólki sem hef­ur fjár­fest hérna í fast­eign. Ég er til dæm­is ný­bú­in að kaupa hús sem hækkaði um fjór­ar millj­ón­ir á nokkr­um árum. Ef maður ætl­ar að koma sér í burtu þá losn­ar maður ekki svo auðveld­lega við þá fast­eign, verði þetta niðurstaðan. Eft­ir stend­ur verðlaus steypa.“

Hef­ur áhrif á allt sam­fé­lagið

Hún seg­ir stemn­ing­una í bæn­um hafa verið þunga síðustu daga. Mik­il óvissi ríka og fólki viti ekki hvað taki við. „Þetta er svona sam­bland af jarðarfar­ar­stemn­ingu og gíf­ur­leg­um bar­áttu­hug í fólki. Það eru all­ir að reyna að berj­ast á móti þessu og við gef­umst ekki svo auðveld­lega upp,“ seg­ir Eva Dögg. „Við Vest­f­irðing­arn­ir erum þannig, gef­umst ekki upp,“ bæt­ir hún við.

Fólk hef­ur hins veg­ar áhyggj­ur af framtíðinni. „Þetta snýst ekki bara um fólk sem starfar við fisk­eldið. Þetta snýst líka um aðra íbúa, eins og eldri borg­ara, hvað ætla þeir að gera? Fólk sem er búið með sinn vinnu­tíma, er komið á eft­ir­laun en vill vera hérna áfram. Hvernig geng­ur það án okk­ar, unga fólks­ins, án allr­ar at­vinnu og út­svars­ins? Þá lækk­ar þjón­ustu­stigið á svæðinu. Þetta hef­ur svo mik­il áhrif á allt sam­fé­lagið og það eru all­ir með áhyggj­ur.“

Kom heim vegna tæki­færa við lax­eldi

Eva Dögg er fædd og upp­al­in á Vest­fjörðum, nán­ar til­tekið í Dýraf­irði. Þegar hún hélt til Dan­merk­ur í líf­fræðinám á sín­um tíma þá dreymdi hana alltaf um að koma aft­ur heim og starfa við það sem hún hafði menntað sig til. Hún hafði hins veg­ar litla trú á að draum­ur­inn myndi ræt­ast. En svo kom tæki­færið. „Ég fékk tæki­færi til að koma vest­ur þegar Fjarðarlax var að opna. Ég ætlaði bara fara að vinna í vinnsl­unni. Mig vantaði vinnu, ný­kom­in úr há­skóla­námi. En svo hef ég verið að vinna við rann­sókn­ir í fisk­eld­inu. Mér bauðst svo þetta starf hjá Arctic Fish í vor og ákvað að slá til.“

Eva Dögg kom heim frá Danmörku því hún sá tækifæri ...
Eva Dögg kom heim frá Dan­mörku því hún sá tæki­færi í lax­eldi á Vest­fjörðum. Hún ger­ir ráð fyr­ir að fara aft­ur úr landi fari allt á versta veg. Ljós­mynd/​Aðsend

Ef ekki hefði verið fyr­ir at­vinnu­tæki­færi í fisk­eldi á Vest­fjörðum byggi Eva Dögg lík­lega enn í út­lönd­um. „Þetta var tæki­færið til að koma heim. Ísland á al­veg í sömu vand­ræðum og Vest­f­irðir, að fá fólk heim. Við þurf­um að fá fólkið heim frá Dan­mörku og Nor­egi, sem fer út að læra. Ég var ein af þeim sem ætlaði ekk­ert að koma heim, en ég komst alla leið heim. Alla leið vest­ur.“

„Þetta er okk­ar lyfti­stöng og fjör­egg“

Hún hef­ur starfað við seiðaeld­is­stöðina frá því í vor. Fylgst með seiðunum vaxa og dafna, gætt að heilsu þeirra og líðan. „Við erum hérna með millj­ón­ir af seiðum í seiðaeld­is­stöðinni inni í botni, sem eiga að fara á þessi tvö svæði, Tálkna­fjörð og Pat­reks­fjörð, á næsta ári. Við vinn­um við að ala þau og passa upp á þau. Síðustu mánuði hef­ur þessi fisk­ur verið að vaxa og hrogn­in að klekj­ast út. Þannig fisk­ur­inn er til. Það tek­ur tíma fyr­ir hann að vaxa áður en hann fer út í sjó,“ út­skýr­ir hún.

„Við erum tvær há­skóla­menntaðar kon­ur sem störf­um hérna. Við erum því með menntað fólk; bæði há­skóla­menntað og iðnaðar­menn, fyr­ir utan verka­fólk.“

Um tíu fa­stráðnir starfs­menn starfa við seiðaeld­is­stöðina, en fjöldi annarra starfa hafa skap­ast í kring­um stöðina sem enn er í bygg­ingu. Á svæðinu núna eru til að mynda raf­virkj­ar, píp­ar­ar og bygg­inga­verka­fólk að störf­um, að sögn Evu Dagg­ar. „Það eru ótrú­lega mörg og fjöl­breytt störf sem skap­ast í tengsl­um við þetta. Það er til að mynda fyr­ir­tæki hérna sem heit­ir Sjó­tækni og starfs­menn þess vinna mikið við kví­arn­ar, til dæm­is við að köf­un.“

Þá seg­ir hún mikið líf hafa færst í þorpið síðustu miss­eri. „Við erum með veit­ingastað í 250 manna sam­fé­lagi sem op­inn í há­deg­inu á hverj­um degi. Þar er hægt er að fá fín­an mat. Frysti­húsið hérna lokaði fyr­ir nokkr­um árum og það er ekk­ert talað um það leng­ur. Þetta er það eina. Þorpið væri allt öðru­vísi ef við hefðum ekki fisk­eldið. Þetta er okk­ar lyfti­stöng og fjör­egg, eins og hef­ur verið talað um.“

Ger­ir ráð fyr­ir að reyna að kom­ast til út­landa

Eva Dögg ger­ir ráð fyr­ir því, ef end­an­leg niðurstaða verður sú að fyr­ir­tæk­in fái ekki starfs- og rekstr­ar­leyfi, þá missi hún vinn­una ásamt fjölda annarra. „Ef við get­um ekki komið fiskn­um fyr­ir þegar hann hef­ur náð réttri stærð og er til­bú­inn að fara í sjó, þá veit ég ekki hvað við ger­um. Það eru all­ir mjög stressaðir og fólki líður illa með þessa óvissu. Það er eng­inn sem get­ur sagt okk­ur hvað er að fara að ger­ast. Við vit­um það hins veg­ar að okk­ar sveit­ar­stjórn­ar­fólk er á fullu, og odd­viti Tálkna­fjarðar­hrepps hef­ur verið fyr­ir sunn­an að ræða við rík­is­stjórn­ina, þannig við vit­um að það er verið að berj­ast.“

Bjarn­veig Guðbrands­dótt­ir odd­viti og Re­bekka Hilm­ars­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar, hittu for­menn stjórn­ar­flokk­ana um helg­ina ásamt sveit­ar­stjórn­ar­fólki. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi frá fund­in­um á Face­book og sagði sveit­ar­stjórn­ar­fólk hafa lagt áherslu á að fyr­ir­tæk­in hefðu hafið sína starf­semi í góðri trú um að hafa aflað til­skil­inna leyfa með rétt­um hætti. Að stöðva starf­sem­ina án fyr­ir­vara væri til þess fallið að valda tjóni til allr­ar framtíðar. Þá var lýst yfir áhyggj­um af áhrif­un­um á sam­fé­lög­in fyr­ir vest­an.

Eva Dögg seg­ir fólk því enn halda í von­ina. Ekki sé annað hægt, það sé svo mikið í húfi. „Ann­ars get­um við bara sest niður og farið að gráta.“ Sveit­ar­stjórn­ar­fólk og stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafi verið dug­leg­ir að stappa í fólk stál­inu og reyni að upp­lýsa um stöðuna eft­ir fremsta megni, um leið og nýj­ar frétt­ir ber­ist.

Sjálf sér hún ekki annað at­vinnu­tæki­færi fyr­ir sig á svæðinu og ger­ir ráð fyr­ir því að reyna að kom­ast í burtu fari allt á versta veg. „Ég hef ekki áhuga á að fara til Reykja­vík­ur, alls ekki. Ef þetta verður niðurstaðan þá lang­ar mig ekki að borga mína skatta á Íslandi. Þá fer ég bara til út­landa,“ seg­ir Eva Dögg en hún hef­ur heyrt fleiri tala á svipuðum nót­um.