Skiltið í Leifsstöð brot á siðareglum SIA

Vefur Fréttablaðsins greinir frá því að siðanefnd Sambands Íslenskra auglýsingastofa hafi komist að þeirri niðurstöðu að texti á áróðursskilti Icelandic Wild­li­fe Fund sem Isavia lét fjarlægja í Leifsstöð hafi brotið á siðareglum SIA.

Um er að ræða brot á 8. grein í siðareglunumStaðfestingar: „Þegar notaðar eru í auglýsingum lýsingar, fullyrðingar eða teikningar sem eru sannanlegar staðreyndir, ætti að vera hægt að ganga úr skugga um hvort þær séu réttar. Þannig staðfestingar eiga að vera aðgengilegar þannig að hægt sé að leggja fram sannanir tafarlaust samkvæmt beiðni hjá þeim sjálfseftirlitssamtökum sem bera ábyrgð á framkvæmd siðareglnanna.“

Í frétt á frettabladid.is segir m.a:

Siða­nefnd Sam­bands Ís­lenskra aug­lýsinga­stofa (SIA) telur ó­sannað að Ís­land sé síðasta vígi At­lants­hafs­laxins og að aukning lax­eldis í opnum sjó­kvíum leiði til út­rýmingar hinna ein­stöku villtu laxatofna Ís­lands.

Icelandic Wild­li­fe Fund leitaði til Siða­nefndar vegna skiltis sem hangið hafði uppi í Leifs­stöð í 10 daga áður þegar ISAVIA lét fjar­lægja það vegna meintra brota á vinnu­reglum fyrir­tækisins og siða­reglum SIA. Í kjöl­farið hóf siða­nefndin nokkuð ítar­lega at­hugun á sann­leiks­gildi full­yrðinga á skiltinu og krafðist það tölu­verðrar legu yfir vísindum um villta laxa­stofna og á­hrif opins sjó­kvía­eldis á laxa­stofna við landið.

Sjá einnig: Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi

Áhrifin ekki sönnuð

Niður­staða nefndarinnar er að aug­lýsingin brýtur ekki 12. gr. siða­reglnanna sem rök ISAVIA byggðu á, „enda hall­mælir aug­lýsingin ekki neinum ein­stak­lingi eða hópi ein­stak­linga, fyrir­tæki, sam­tökum, iðnaðar- eða verslunar­starf­semi, starfs­grein eða vöru, með það fyrir augum að kalla fram opin­ber­lega fyrir­litningu eða hæðni, þó aug­lýsingin feli í sér full­yrðingar sem kunni að vera um­deildar,“ eins og segir í úr­skurði nefndarinnar.

Hins vegar séu full­yrðingar á skiltinu um síðasta vígi At­lants­hafs­laxins og á­hrif lax­eldis í opnum sjó­kvíum á laxa­stofna ekki sannaðar og því um að ræða brot gegn 8. gr. siða­reglnanna.“