Benchmark byggir nýja hrognastöð í Noregi

Benchmark Holdings, móðurfélag Stofnfisks ehf., hefur byggt nýja stöð undir framleiðslu á frjógvuðum laxahrognum í Salten í norðurhluta Noregs.

Í frétt um málið á vefsíðunni FISHupdate kemur fram að stöðin, sem kostaði yfir 5 milljarða kr. muni verða sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. Stöðin gerir Benchmark kleyft að auka framleiðslu sína á frjógvuðum hrognum um 75% frá því sem nú er. Sala á hrognum úr stöðinni hefst í nóvember n.k.