750.000 laxar drápust hjá Bakkafrost

Færeyski laxeldisrisinn Bakkafrost tilkynnti í gærkvöldi að um 750.000 laxar hefðu drepist í sjókvíum við Kolbanagjógv á tveimur tímum. Ekki er vitað um orsakir þessa en helst er talið að hættulegir þörungar hafi valdið þessum dauða.

Í tilkynningu frá Bakkafrost um málið til kauphallarinnar í Osló kemur m.a. fram að laxarnir hafi að meðaltali verið um 500 grömm að þyngd en þeir voru settir í kvíarnar um mitt sumar. Þá segir að ekki sé enn vitað hvað olli dauða laxana en bent er á að þann 20. september s.l. mældust þörungar af tegundunum Phaeocystis pouchetii, Pseudo-nitzchia og Heterosigma í sjónum nálægt kvíunum. Einnig er bent á að mykju hafi verið dreift á akur sem er í 200 metra fjarlægð frá kvíunum.

Á þessum stað hefur laxeldi verið stundað síðustu 30 árin og ekkert sambærileg hefur áður gerst á því tímabili. Þá hefur ekkert sambærilegt gerst í öðrum sjóeldiskvíum við Færeyjar á síðustu dögum.

Bakkafrost segir að laxinn í kvíunum hafi verið tryggður gegn tjóni sem þessu.