Verð á eldislaxi heldur áfram að lækka

Ekkert lát er á lækkunum á heimsmarkaðsverði á eldislaxi. Á vefsíðunni fishpool.eu má sjá að verðið er komið niður í tæpa 61 nkr./kg eða um 810 kr. Þetta er um 25% lækkun frá því að verðið náði hámarki í rúmum 80 nkr./kg um miðjan síðasta mánuð.

Þegar skoðaðar eru tölur um framvirka samninga sést að markaðurinn gerir ráð fyrir að verðið haldi áfram að lækka fram á haust og nær lágmarki í september í rúmum 57 nkr./kg. Síðan hækkar það á ný og verður komið í 67 nkr./kg í desember n.k.