Fiskeldisblaðið

Fréttir

Rannsóknasamstarf um eldi á ófrjóum eldislaxi

Fréttatilkynning frá Stofnfiski.

Benchmark Genetics hefur skrifað undir nýjan samning við Háskóla Íslands StofnFiskur hf., sem hluti af Benchmark Genetics, tilkynnir í dag undirritun á nýjum samningi við Háskóla Íslands um rannsóknir tengdar laxeldi.

Við sama tækifæri verður ýtt af stað verkefni sem ber yfirskriftina „Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi“ sem verður fjármagnað af Umhverfissjóði Sjókvíaeldis. Verkefnið mun taka þrjú ár og mun skapa tvær nýjar stöður við Háskóla Íslands. Hugsanleg umhverfisáhætta af laxeldi er vaxandi áhyggjuefni á Íslandi vegna hættunnar að eldislaxar hrygni með villtum íslenskum laxastofnum.

Vísindamenn Háskólans og StofnFisks munu í sameiningu kanna möguleika á framleiðslu á ófrjóum eldislaxi, og um leið öðlast dýpri skilning á áhrifum erfðafræði og sameindaerfðafræði á stjórnum kynþroska.

Laxeldi hefur mikla vaxtarmöguleika í dreifbýli á Íslandi og veitir atvinnutækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem líffræði, verkfræði og annarri þjónustu sem fiskeldisframleiðendur þurfa. Framtíðarsýn laxeldis á Íslandi þarf að vera sjálfbær, fjölbreytt, samkeppnishæf og hagkvæm. Einn liður í þessari sjálfbærni er að iðnaðurinn noti ófrjóan lax til eldisins og stuðli um leið að aukinni umhverfisvernd. StofnFiskur og Háskóli Íslands hafa staðið fyrir árangursríkum verkefnum á síðustu 8 árum á sviði ósérhæfðra ónæmisvarna í laxi.